Múslimarnir okkar: Giftist múslima fyrir stórfjölskylduna Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2015 20:00 Fida er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Vísir Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00