Af hverju roðnum við af rauðvínsdrykkju? Rikka skrifar 2. mars 2015 14:00 visir/getty Margir aðdáendur rauðvíns kannast við það að roðna allduglega þegar þess er neytt en hver er ástæðan fyrir roðanum og er hann merki um eitthvað annað og meira? Vísindamenn við Chungnam Háskólann í Suður Kóreu komust að því að þeir sem að fundu fyrir hitaeinkennum og roða við rauðvínsdrykkju væru allt að þrisvar sinnum líklegri til þess að vera með blóðþrýsting í hærri kantinum en þeir sem að fundu engin einkenni þessum lík. Vísindamenn hafa löngum vitað að áfengi eitt og sér hækkar blóðþrýsting. Þegar einstaklingur drekkur áfengi birtast fyrstu áfengissameindirnar í blóðstraumnum eftir aðeins eina mínútu. Um 10-20% af áfenginu er tekið upp strax í maganum. Hinn hlutinn er tekinn upp í meltingafærunum þar sem að ensím brjóta það niður ennfrekar. Fyrst er áfenginu breytt í acetaldehíð en það hefur meðal annars slakandi áhrif á æðakerfið með þeim afleiðingum að æðarnar víkka og blóðflæðið verður greiðara, ef þannig má að orði komast. Þegar áfengi minnkar svo í blóðinu dragast æðarnar saman aftur og hækkar þá þrýstingurinn á blóðinu. Roðinn myndast hjá þeim sem að eiga í erfiðleikum með að brjóta niður acetalhedíðið og því er það líklegra að þeir sem að roðna við rauðvíns- og aðra áfengisdrykkju eigi hættu á því að þjást af of háum blóðþrýsting. Heilsa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið
Margir aðdáendur rauðvíns kannast við það að roðna allduglega þegar þess er neytt en hver er ástæðan fyrir roðanum og er hann merki um eitthvað annað og meira? Vísindamenn við Chungnam Háskólann í Suður Kóreu komust að því að þeir sem að fundu fyrir hitaeinkennum og roða við rauðvínsdrykkju væru allt að þrisvar sinnum líklegri til þess að vera með blóðþrýsting í hærri kantinum en þeir sem að fundu engin einkenni þessum lík. Vísindamenn hafa löngum vitað að áfengi eitt og sér hækkar blóðþrýsting. Þegar einstaklingur drekkur áfengi birtast fyrstu áfengissameindirnar í blóðstraumnum eftir aðeins eina mínútu. Um 10-20% af áfenginu er tekið upp strax í maganum. Hinn hlutinn er tekinn upp í meltingafærunum þar sem að ensím brjóta það niður ennfrekar. Fyrst er áfenginu breytt í acetaldehíð en það hefur meðal annars slakandi áhrif á æðakerfið með þeim afleiðingum að æðarnar víkka og blóðflæðið verður greiðara, ef þannig má að orði komast. Þegar áfengi minnkar svo í blóðinu dragast æðarnar saman aftur og hækkar þá þrýstingurinn á blóðinu. Roðinn myndast hjá þeim sem að eiga í erfiðleikum með að brjóta niður acetalhedíðið og því er það líklegra að þeir sem að roðna við rauðvíns- og aðra áfengisdrykkju eigi hættu á því að þjást af of háum blóðþrýsting.
Heilsa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið