Sölu Chrysler og Lancia bíla hætt í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 10:52 Lancia Ypsilon. Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent