Mini Superleggera verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 15:49 Mini Superleggera Vision Concept. Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent