Innlent

Myndband: Þakplötur þeytast af Egilshöllinni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu
Skjáskot úr myndbandinu mynd/inga birna erlendsdóttir
Götum í kringum Egilshöll hefur verið lokað vegna þess að þakplötur fjúka nú af húsinu í gríð og erg. Þetta er ekki eina dæmi þess að götum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið lokað en Miklabraut er lokuð vegna fjúkandi hluta. Vatn flæddi einnig inn í höllina og hefur öllum knattspyrnuleikjum sem áttu að fara fram í dag verið frestað.

Lögreglan biðlar til fólks að hringja ekki í neyðarlínuna, 112, til að tilkynna um foktjón. Aðeins eigi að nota 112 í neyðartilvikum nú meðan mesti hvellurinn ríður yfir. Fólki er bent á Facebook-lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Inga Birna Erlingsdóttir, lögreglukona, er við Egilshöll og hefur birt myndbönd af þakplötunum að fjúka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×