Lögreglan biðlar til fólks að hringja ekki í neyðarlínuna, 112, til að tilkynna um foktjón. Aðeins eigi að nota 112 í neyðartilvikum nú meðan mesti hvellurinn ríður yfir. Fólki er bent á Facebook-lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Inga Birna Erlingsdóttir, lögreglukona, er við Egilshöll og hefur birt myndbönd af þakplötunum að fjúka.