Innlent

Miklabraut lokuð: „Þær eru eins og fljúgandi rakvélablöð á götunni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veðrið er mjög slæmt.
Veðrið er mjög slæmt. vísir/sigurjón ólason
Lögreglan hefur þurft að loka Miklubraut þar sem þakplötur og innkaupakerru fjúka um götuna.

„Þær eru eins og fljúgandi rakvélablöð á götunni og þetta er stórhættulegt,“ segir ökumaður í samtali við Vísi. Hann segir einnig að enginn eigi í raun að vera á ferðinni á svæðinu.

Búið er að loka veginum á milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar.

Búist er við einu versta veðrið vetrarins í dag. Varað hefur verið við roki eða ofsaveðri, þar sem meðalvindur er frá 24 til 30 metrum á sekúndu, og að hætta sé á vatnsflóðum, votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum víða um land vegna mikilla leysinga. 

Uppfært klukkan 13:22 - Miklabrautin hefur verið opnuð á ný.

vísir/jóhann K.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×