Innlent

„Finnst þér veturinn hafa verið langur? Þú ættir að sjá Ísland“ - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Danska ríkissjónvarpið birti nú fyrir stundu myndband á Facebooksíðu sinni þar sem fjallað er um tíða storma hér á landi. Myndbandinu var deilt á með textanum textanum: „Finnst þér veturinn hafa verið langur? Þú ættir að sjá Ísland.“

Í frétt DR er sagt frá því að fyrsti stormurinn hafi birst í nóvember og síðan þá hafi hver stormurinn komið á fætur öðrum og því hafi fylgt mikill snjór.

DR er einnig með viðtal sem RÚV tók við við Elínu Björk Jónasdóttur, hjá Veðurstofu Íslands, sem segir að veturinn hafi verið sérstakur fyrir það að hér hafi verið stormur nánast upp á hvern einasta dag í mjög langan tíma. Sjaldan hafi liðið meira en þrír dagar án þess að stormviðvörun hafi ekki verið í gildi einhversstaðar á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×