Aðildarumsóknin hefur ekki verið afturkölluð Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2015 11:49 Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar.
Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent