20 dagar í vorveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 11. mars 2015 12:49 Stjáni Ben með fallegan urriða úr vorveiðnni í Víðidalsá í fyrra. Vorveiðin byrjar 1. apríl og þá fara veiðimenn um landið á sjóbirtingsslóðir en miðað við veðurfar síðustu vikur veit engin hvernig veiðin verður. 37 lægðir hafa farið um landið frá því í nóvember og það eru engin merki um að þeim fari eitthvað fækkandi, alla vega ekki í bráð. Núna 11. mars er ennþá harður vetur eins og allir landsmenn hafa fengið að finna fyrir og fengið nóg af. En það lætur engin veiðimaður smá rok, kulda, halgél og annað sem veður getur fært þér, stoppa sig frá því að fara út með stöngina. Það eina sem getur komið í veg fyrir að línan fari í ánna eða vatnið er ís. Og þannig er staðan mjög víða á væntanlegum veiðislóðum. Fyrir norðan eru hörðustu veiðimenn farnir að tala um að 1. maí sé hinn nýji 1. apríl því það er mjög ólíklegt að að verði veiðilegt 1. apríl fyrir norðan, það er helst að Litlaá í Keldum komi til með að sleppa þar sem hún er heitari en gengur og gerist. Þar gæti orðið hörkugaman enda er áin að taka vel við sér eftir að V&S fyrirkomulagið var sett þar á. Á sjóbirtingsslóðum hér fyrir sunnan er klaki og ís víða við og á ánum þannig að það verður meira en pínu áskorun að koma línunni á milli klaka og í ánna. En nota bene svona var þetta líka í fyrravor og samt voru veiðimenn að gera feyknagóða veiði ansi víða. Það þýðir þess vegna ekkert að vera með barlóm yfir tíðarfarinu því þú veist það alveg sjálfur kæri veiðimaður, ef þú ert með bókaða daga á einhverju skemmtilegu sjóbirtingssvæði núna í opnun veiðitímans ferðu í túrinn, alveg sama hvernig viðrar. Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði
Vorveiðin byrjar 1. apríl og þá fara veiðimenn um landið á sjóbirtingsslóðir en miðað við veðurfar síðustu vikur veit engin hvernig veiðin verður. 37 lægðir hafa farið um landið frá því í nóvember og það eru engin merki um að þeim fari eitthvað fækkandi, alla vega ekki í bráð. Núna 11. mars er ennþá harður vetur eins og allir landsmenn hafa fengið að finna fyrir og fengið nóg af. En það lætur engin veiðimaður smá rok, kulda, halgél og annað sem veður getur fært þér, stoppa sig frá því að fara út með stöngina. Það eina sem getur komið í veg fyrir að línan fari í ánna eða vatnið er ís. Og þannig er staðan mjög víða á væntanlegum veiðislóðum. Fyrir norðan eru hörðustu veiðimenn farnir að tala um að 1. maí sé hinn nýji 1. apríl því það er mjög ólíklegt að að verði veiðilegt 1. apríl fyrir norðan, það er helst að Litlaá í Keldum komi til með að sleppa þar sem hún er heitari en gengur og gerist. Þar gæti orðið hörkugaman enda er áin að taka vel við sér eftir að V&S fyrirkomulagið var sett þar á. Á sjóbirtingsslóðum hér fyrir sunnan er klaki og ís víða við og á ánum þannig að það verður meira en pínu áskorun að koma línunni á milli klaka og í ánna. En nota bene svona var þetta líka í fyrravor og samt voru veiðimenn að gera feyknagóða veiði ansi víða. Það þýðir þess vegna ekkert að vera með barlóm yfir tíðarfarinu því þú veist það alveg sjálfur kæri veiðimaður, ef þú ert með bókaða daga á einhverju skemmtilegu sjóbirtingssvæði núna í opnun veiðitímans ferðu í túrinn, alveg sama hvernig viðrar.
Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði