Kínverjar brjálaðir í jeppa Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 16:01 Jeppar seljast eins og heitar lummur í Kína. Þó svo að Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir ást sína á jeppum og pallbílum virðist sem Kínverjar ætli jafnvel að slá þeim við. Sala á slíkum bílum í janúar og febrúar jókst um 66% frá árinu í fyrra. Heildarsala bíla í Kína á þessum tveimur mánuðum jókst um 16%. Það er fleira sem Kínverjar eiga sameiginlegt með Bandaríkjamönnum er kemur að vali á bílum. Þekkt er ást þeirra vestra á fólksbílum sem bjóðast af lengri gerð en hefðbundin smíði þeirra. Kínverjar hafa eiginlega tekið þessa ást í enn meiri hæðir því varla seljast stærri fólksbílar eins og Audi A8, Mercedes Benz S-Class og BMW 7-línan nema af lengdri gerð í Kína. Í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og þar seldust alls 23,5 milljón fólksbílar og atvinnubílar í fyrra og var það ríflega fjórðungur af heimssölunni, sem var um 80 milljón bílar. Ef 16% söluaukning verður allt árið í ár líkt og hefur verið á fyrstu 2 mánuðum þessa árs verður sala bíla í Kína 27,3 milljón bílar. Ekki er þó búist svo mikilli sölu í ár, en í upphafi árs var spáð um 7% söluaukningu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent
Þó svo að Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir ást sína á jeppum og pallbílum virðist sem Kínverjar ætli jafnvel að slá þeim við. Sala á slíkum bílum í janúar og febrúar jókst um 66% frá árinu í fyrra. Heildarsala bíla í Kína á þessum tveimur mánuðum jókst um 16%. Það er fleira sem Kínverjar eiga sameiginlegt með Bandaríkjamönnum er kemur að vali á bílum. Þekkt er ást þeirra vestra á fólksbílum sem bjóðast af lengri gerð en hefðbundin smíði þeirra. Kínverjar hafa eiginlega tekið þessa ást í enn meiri hæðir því varla seljast stærri fólksbílar eins og Audi A8, Mercedes Benz S-Class og BMW 7-línan nema af lengdri gerð í Kína. Í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og þar seldust alls 23,5 milljón fólksbílar og atvinnubílar í fyrra og var það ríflega fjórðungur af heimssölunni, sem var um 80 milljón bílar. Ef 16% söluaukning verður allt árið í ár líkt og hefur verið á fyrstu 2 mánuðum þessa árs verður sala bíla í Kína 27,3 milljón bílar. Ekki er þó búist svo mikilli sölu í ár, en í upphafi árs var spáð um 7% söluaukningu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent