Pallbíll frá Benz Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 14:55 Frá Mercedes Benz barst óvænt tilkynning þess efnis að fyrirtækið ætli að framleiða sinn fyrsta pallbíl við enda þessa áratugar. Þó svo að Bandaríkin sé land pallbílsins verður þessum bíl ekki beint helst að kaupendum þar heldur S-Ameríku, Afríku, Ástralíu og Evrópu. Þó kemur til greina að selja hann í Bandaríkjunum. Það verður sú deild innan Mercedes Benz sem framleiðir sendibíla sem framleiða mun þennan pallbíl og því má búast við því að hann verði fremur hrár að innan en ekki með íburð eins og í S-Class bílum. Bíllinn verður hvorki mjög stór né lítill ef marka má þá burðargetu sem Benz stefnir að, eða um 1 tonn. Fyrir nokkrum árum kom upp sú umræða að Mercedes Benz ætlaði að framleiða pallbíl í samstarfi við Nissan, en hætt var við það og þessi pallbíll verður ekki framleiddur í samstarfi við annan bílaframleiðanda. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent
Frá Mercedes Benz barst óvænt tilkynning þess efnis að fyrirtækið ætli að framleiða sinn fyrsta pallbíl við enda þessa áratugar. Þó svo að Bandaríkin sé land pallbílsins verður þessum bíl ekki beint helst að kaupendum þar heldur S-Ameríku, Afríku, Ástralíu og Evrópu. Þó kemur til greina að selja hann í Bandaríkjunum. Það verður sú deild innan Mercedes Benz sem framleiðir sendibíla sem framleiða mun þennan pallbíl og því má búast við því að hann verði fremur hrár að innan en ekki með íburð eins og í S-Class bílum. Bíllinn verður hvorki mjög stór né lítill ef marka má þá burðargetu sem Benz stefnir að, eða um 1 tonn. Fyrir nokkrum árum kom upp sú umræða að Mercedes Benz ætlaði að framleiða pallbíl í samstarfi við Nissan, en hætt var við það og þessi pallbíll verður ekki framleiddur í samstarfi við annan bílaframleiðanda.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent