Helmingur sölu Toyota bíla í Japan tvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 13:07 Frá samsetningarverksmiðju Toyota í Japan. Á næsta ári stefnir Toyota að því að um helmingur þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Japan verði tvinnbílar, þ.e. Hybrid eða Plug-In-Hybrid bílar. Toyota gerir ráð fyrir að selja 760.000 slíka bíla í heimalandinu á næsta ári en þeir voru 684.000 í fyrra. Í heildina stefnir Toyota að því að framleiða 1,32 milljón tvinnbíla á næsta ári, ekki alla þeirra í Japan þó. Það yrði 30% meira en Toyota framleiddi í fyrra. Helsta ástæða fyrir þessari áherslu Toyota eru enn strangari reglur yfirvalda í Japan hvað skatta varðar á bíla vegna mengunar þeirra. Í dag er um helmingur framleiðslu Toyota undanþegið þessum skatti en Toyota ætlar að um 80% framleiðslu þeirra á næsta ári komist hjá þeim. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Á næsta ári stefnir Toyota að því að um helmingur þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Japan verði tvinnbílar, þ.e. Hybrid eða Plug-In-Hybrid bílar. Toyota gerir ráð fyrir að selja 760.000 slíka bíla í heimalandinu á næsta ári en þeir voru 684.000 í fyrra. Í heildina stefnir Toyota að því að framleiða 1,32 milljón tvinnbíla á næsta ári, ekki alla þeirra í Japan þó. Það yrði 30% meira en Toyota framleiddi í fyrra. Helsta ástæða fyrir þessari áherslu Toyota eru enn strangari reglur yfirvalda í Japan hvað skatta varðar á bíla vegna mengunar þeirra. Í dag er um helmingur framleiðslu Toyota undanþegið þessum skatti en Toyota ætlar að um 80% framleiðslu þeirra á næsta ári komist hjá þeim.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent