Óku Jaguar bíl á vírum yfir Thames Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 12:13 Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent
Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent