Óvíst með þátttöku Tiger Woods á Masters 26. mars 2015 23:15 Begay og Woods eru nágrannar og góðir vinir. vísir/Getty Bandaríski kylfingurinn Notah Begay segir að það sé langt í frá öruggt að Tiger Woods verði með á Masters mótinu sem hefst eftir tvær vikur. Begay er einn besti vinur Woods en hann vinnur einnig sem fréttamaður og lýsandi á Golf channel og þekkir því vel til aðstæðna þessa fyrrum besta kylfings heims, sem tók sér frí frá golfi snemma í febrúar eftir hræðilega byrjun á árinu. „Ég myndi segja að það séu svona helmingslíkur á því að hann verði með á Masters,“ sagði Begay í útvarpsviðtali við 120 Sports miðilinn. „Fyrir nokkrum vikum hefði ég nánast geta fullyrt að Woods yrði ekki meðal þátttakenda en hann hefur verið að ná miklum framförum undanfarið. Ég held að hann muni ekki snúa til baka fyrr en hann er viss um að geta barist við þá bestu aftur.“ Woods sleppti því að spila á Arnold Palmer Invitational sem fór fram um síðustu helgi en margir bjuggust við því að hann myndi mæta til leiks þar, enda hefur hann sigrað á mótinu átta sinnum á ferlinum . Hann hefur frest til föstudags til þess að skrá sig til leiks á Shell Houston Open sem fram fer í næstu viku sem er síðasta mótið á PGA-mótaröðinni áður en Masters hefst þann 9. apríl. Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Notah Begay segir að það sé langt í frá öruggt að Tiger Woods verði með á Masters mótinu sem hefst eftir tvær vikur. Begay er einn besti vinur Woods en hann vinnur einnig sem fréttamaður og lýsandi á Golf channel og þekkir því vel til aðstæðna þessa fyrrum besta kylfings heims, sem tók sér frí frá golfi snemma í febrúar eftir hræðilega byrjun á árinu. „Ég myndi segja að það séu svona helmingslíkur á því að hann verði með á Masters,“ sagði Begay í útvarpsviðtali við 120 Sports miðilinn. „Fyrir nokkrum vikum hefði ég nánast geta fullyrt að Woods yrði ekki meðal þátttakenda en hann hefur verið að ná miklum framförum undanfarið. Ég held að hann muni ekki snúa til baka fyrr en hann er viss um að geta barist við þá bestu aftur.“ Woods sleppti því að spila á Arnold Palmer Invitational sem fór fram um síðustu helgi en margir bjuggust við því að hann myndi mæta til leiks þar, enda hefur hann sigrað á mótinu átta sinnum á ferlinum . Hann hefur frest til föstudags til þess að skrá sig til leiks á Shell Houston Open sem fram fer í næstu viku sem er síðasta mótið á PGA-mótaröðinni áður en Masters hefst þann 9. apríl.
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira