Búið að reka Clarkson Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 14:16 Þá er spurning hvað Jeremy Clarkson tekur sér fyrir hendur. Fyrir stundu gekk Jeremy Clarkson af fundi frá BBC með þau skilaboð að starfskrafta hans sé ekki lengur óskað við gerð Top Gear bílaþáttanna. BBC hefur staðfest brottvikninguna. Það fór því eins og í stefndi, forráðamenn BBC stóðu við þau orð að háttsemi eins og Clarkson hefur viðhaft að undanförnu, meðal annars að slá til eins leikstjóra þáttanna, yrði ekki liðin. Þeir skýrðu út á fundinum fyrir Clarkson að hann hefði farið yfir þá línu sem BBC hefur sett og gæti því ekki unað því að vera með starfsmann sem ekki gæti hlýtt reglum sjonvarpsstöðvarinnar. BBC er að sögn ýmissa breskra fjölmiðla að leita að eftirmanni Clarkson og ef marka má veðmálafyrirtækið Ladbrokes er Chris Evans ennþá þeirra stærsta skotmark, en það er ef til vill ekki von að hann hafi stokkið á starfið þar sem erfitt verður að fara í skóna hans Clarkson. Einnig hafa heyrst nöfn Jodie Kidd og Jimmy Carr. Hér má sjá umfjöllun um brottvikningu Clarkson á vef BBC og umræður um framtíð hans. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Fyrir stundu gekk Jeremy Clarkson af fundi frá BBC með þau skilaboð að starfskrafta hans sé ekki lengur óskað við gerð Top Gear bílaþáttanna. BBC hefur staðfest brottvikninguna. Það fór því eins og í stefndi, forráðamenn BBC stóðu við þau orð að háttsemi eins og Clarkson hefur viðhaft að undanförnu, meðal annars að slá til eins leikstjóra þáttanna, yrði ekki liðin. Þeir skýrðu út á fundinum fyrir Clarkson að hann hefði farið yfir þá línu sem BBC hefur sett og gæti því ekki unað því að vera með starfsmann sem ekki gæti hlýtt reglum sjonvarpsstöðvarinnar. BBC er að sögn ýmissa breskra fjölmiðla að leita að eftirmanni Clarkson og ef marka má veðmálafyrirtækið Ladbrokes er Chris Evans ennþá þeirra stærsta skotmark, en það er ef til vill ekki von að hann hafi stokkið á starfið þar sem erfitt verður að fara í skóna hans Clarkson. Einnig hafa heyrst nöfn Jodie Kidd og Jimmy Carr. Hér má sjá umfjöllun um brottvikningu Clarkson á vef BBC og umræður um framtíð hans.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent