Heldur kaldur aðdragandi fyrir opnun veiðisvæðanna Karl Lúðvíksson skrifar 25. mars 2015 12:05 Núna eru sex dagar í að fyrstu veiðisvæðin opni og það er alveg ljóst þegar veiðispjallþræðir á samfélagsmiðlunum eru skoðaðir að það er spenna í loftinu. En spennan sú er þó lævi blandin að einhverju leiti og þá sér í lagi þegar veðurspáin er skoðuð. Það er nefnilega spáð ansi köldu veðri á mánudag og þriðjudag, svo ofan á það snjókomu víða um land um helgina. Snjókoma er eitt en frostið er bara allt annað því það er fátt leiðinlegra en þegar það frýs í lykkjunum allann daginn. Einhver ráð eru þó til við því og sumir veiðimenn nota t.d. saltvatn eða edik með góðum árangri til að koma í veg fyrir þetta vandamál. Annars virðast svæðin koma vel undan vetri og á sjóbirtingsslóðum fyrir austan er meira og minna íslaust á ánum og alls ekki mikill ef nokkur snjór í byggð en auðvitað skaflar á stangli við árnar. Veiðimenn vona auðvitað að tíðin verði betri en í fyrra en þá var oft ansi lélegt veður alveg fram í miðjan maí. Vötnin opna svo hvert af öðru og verður vatnaveiðin komin á fullt á láglendinu 1. maí. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Núna eru sex dagar í að fyrstu veiðisvæðin opni og það er alveg ljóst þegar veiðispjallþræðir á samfélagsmiðlunum eru skoðaðir að það er spenna í loftinu. En spennan sú er þó lævi blandin að einhverju leiti og þá sér í lagi þegar veðurspáin er skoðuð. Það er nefnilega spáð ansi köldu veðri á mánudag og þriðjudag, svo ofan á það snjókomu víða um land um helgina. Snjókoma er eitt en frostið er bara allt annað því það er fátt leiðinlegra en þegar það frýs í lykkjunum allann daginn. Einhver ráð eru þó til við því og sumir veiðimenn nota t.d. saltvatn eða edik með góðum árangri til að koma í veg fyrir þetta vandamál. Annars virðast svæðin koma vel undan vetri og á sjóbirtingsslóðum fyrir austan er meira og minna íslaust á ánum og alls ekki mikill ef nokkur snjór í byggð en auðvitað skaflar á stangli við árnar. Veiðimenn vona auðvitað að tíðin verði betri en í fyrra en þá var oft ansi lélegt veður alveg fram í miðjan maí. Vötnin opna svo hvert af öðru og verður vatnaveiðin komin á fullt á láglendinu 1. maí.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði