Jeremy Clarkson rekinn í dag? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 09:07 Rekur BBC Clarkson endanlega í dag? Svo virðist sem dagurinn í dag verði dómsdagur þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttum BBC. Breska dagblaðið The Telegraph greinir frá því í morgun að blaðið hafi heimildir fyrir því að Clarkson verði tilkynnt í dag um endanlega ákvörðun BBC að reka hann úr starfi í kjölfar árásar hans á Oisin Tymon, einn leikstjóra þáttanna. Ef að The Telegraph hefur rétt fyrir sér setur það framtíð Top Gear þáttanna í mikla óvissu. Ekki síst fyrir þær sakir að hinir tveir þáttastjórnendurnir, Richard Hammond og James May hafa sagt að þeir ætli ekki að framleiða þættina áfram án Jeremy Clarkson. BBC hefur að undaförnu reynt að fá Chris Evans, sem vinnur fyrir Radio 2 og er þekktur bílaáhugamaður, í stað Clarkson en svo virðist sem hann hafi lítinn áhuga á því. Sú staðreynd að samningar bæði Hammond og May við BBC eru að renna út getur ekki talist æskileg fyrir BBC því ef BBC rekur Jeremy Clarkson er hætt við því að hinir tveir muni fylgja og þá hafa þeir frítt spila að framleiða bílaþætti fyrir hvaða sjónvarpsstöð sem er. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent
Svo virðist sem dagurinn í dag verði dómsdagur þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttum BBC. Breska dagblaðið The Telegraph greinir frá því í morgun að blaðið hafi heimildir fyrir því að Clarkson verði tilkynnt í dag um endanlega ákvörðun BBC að reka hann úr starfi í kjölfar árásar hans á Oisin Tymon, einn leikstjóra þáttanna. Ef að The Telegraph hefur rétt fyrir sér setur það framtíð Top Gear þáttanna í mikla óvissu. Ekki síst fyrir þær sakir að hinir tveir þáttastjórnendurnir, Richard Hammond og James May hafa sagt að þeir ætli ekki að framleiða þættina áfram án Jeremy Clarkson. BBC hefur að undaförnu reynt að fá Chris Evans, sem vinnur fyrir Radio 2 og er þekktur bílaáhugamaður, í stað Clarkson en svo virðist sem hann hafi lítinn áhuga á því. Sú staðreynd að samningar bæði Hammond og May við BBC eru að renna út getur ekki talist æskileg fyrir BBC því ef BBC rekur Jeremy Clarkson er hætt við því að hinir tveir muni fylgja og þá hafa þeir frítt spila að framleiða bílaþætti fyrir hvaða sjónvarpsstöð sem er.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent