BMW X7 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 13:54 Mun BMW X7 líta svona út? Spænski bílavefurinn Motor.se telja sig hafa upplýsingar um smíði BMW á stórum jeppa sem fá mun nafnið X7 og er talsvert stærri en núverandi X5 jeppi. Hermt er að BMW hafi unnið að þróun þessa jeppa, samhiða jeppa frá Rolls Royce, í tvö ár. Þessi nýi X7 mun fá sama undirvagn og nýi BMW 7-línu fólksbíllinn sem kynntur verður til leiks seinna á þessu ári. Rolls Royce jeppinn fær hinsvegar eigin undirvagn úr áli. Engu að síður verður margt sameiginlegt í X7 jeppanum og nýja jeppa Rolls Royce. Vélbúnaðurinn í X7 verður að mestu leiti sá sami og í X5 jeppanum, en þó verður einnig í boði 6,0 lítra V12 vélin sem finna má í BMW 760i fólksbílnum. BMW X7 verður í boði með 4,4 lítra V8 vél og svo mun hann einnig fást sem tvinntengilbíll, líkt og komandi BMW X5 xDrive40e PHEV. Innréttingin í nýjum X7 á að slá út glæsta innréttinguna í BMW 7-línunni og íburðurinn því í hæstu hæðum. Lítið er að frétta af verði því sem þessi nýi jeppi veður boðinn á en talið víst að hann verði ekki í boði undir 60.000 dollurum í Bandaríkjunum, en þar kostar X5 jeppinn nú í sinni ódýrustu útfærslu 53.700 dollara. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent
Spænski bílavefurinn Motor.se telja sig hafa upplýsingar um smíði BMW á stórum jeppa sem fá mun nafnið X7 og er talsvert stærri en núverandi X5 jeppi. Hermt er að BMW hafi unnið að þróun þessa jeppa, samhiða jeppa frá Rolls Royce, í tvö ár. Þessi nýi X7 mun fá sama undirvagn og nýi BMW 7-línu fólksbíllinn sem kynntur verður til leiks seinna á þessu ári. Rolls Royce jeppinn fær hinsvegar eigin undirvagn úr áli. Engu að síður verður margt sameiginlegt í X7 jeppanum og nýja jeppa Rolls Royce. Vélbúnaðurinn í X7 verður að mestu leiti sá sami og í X5 jeppanum, en þó verður einnig í boði 6,0 lítra V12 vélin sem finna má í BMW 760i fólksbílnum. BMW X7 verður í boði með 4,4 lítra V8 vél og svo mun hann einnig fást sem tvinntengilbíll, líkt og komandi BMW X5 xDrive40e PHEV. Innréttingin í nýjum X7 á að slá út glæsta innréttinguna í BMW 7-línunni og íburðurinn því í hæstu hæðum. Lítið er að frétta af verði því sem þessi nýi jeppi veður boðinn á en talið víst að hann verði ekki í boði undir 60.000 dollurum í Bandaríkjunum, en þar kostar X5 jeppinn nú í sinni ódýrustu útfærslu 53.700 dollara.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent