Enn ein ný útgáfa Range Rover Sport Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 11:31 Range Rover Sport HSE. Það er breytt úrvalið sem kaupendur Range Rover Sport geta valið á milli, en Land Rover hefur nú kynnt enn eina útgáfu bílsins, Range Rover Sport HST með 380 hestafla vél. Þessi útgáfa bílsins er skotið á milli hefðbundinnar V6 og V8 útgáfa hans. HST útgáfan er með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara, en þetta er sama vél og finna má í Jaguar F-Type V-6 S coupe. Þessi vél er 40 hestöflum öflugri en venjulega V6 vélin í Range Rover Sport. Nýi bíllinn á þó langt í land í afli í samanburði við 510 hestafla V8 útgáfuna, en hann er einnig með öflugum keflablásara. Fjöðrun HST bílsins er stífari og bremsubúnaður bílsins er öflugri en í SE og HSE útgáfunum. HST útgáfan er á 21 tommu felgum í gráskyggðum lit. Grill bílsins er svartglansandi, sem og svuntuvörn bílsins og ýmislegt fleira breytt í ytra útliti hans sem aðgreinir bílinn frá öðrum útgáfum bílsins. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent
Það er breytt úrvalið sem kaupendur Range Rover Sport geta valið á milli, en Land Rover hefur nú kynnt enn eina útgáfu bílsins, Range Rover Sport HST með 380 hestafla vél. Þessi útgáfa bílsins er skotið á milli hefðbundinnar V6 og V8 útgáfa hans. HST útgáfan er með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara, en þetta er sama vél og finna má í Jaguar F-Type V-6 S coupe. Þessi vél er 40 hestöflum öflugri en venjulega V6 vélin í Range Rover Sport. Nýi bíllinn á þó langt í land í afli í samanburði við 510 hestafla V8 útgáfuna, en hann er einnig með öflugum keflablásara. Fjöðrun HST bílsins er stífari og bremsubúnaður bílsins er öflugri en í SE og HSE útgáfunum. HST útgáfan er á 21 tommu felgum í gráskyggðum lit. Grill bílsins er svartglansandi, sem og svuntuvörn bílsins og ýmislegt fleira breytt í ytra útliti hans sem aðgreinir bílinn frá öðrum útgáfum bílsins.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent