Vin Diesel skírir nýfædda dóttur eftir Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 09:34 Paul Walker og Vin Diesel úr Fast & Furious. Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent