Fiat jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 14:21 Fiat 500X. Fiat, sem einnig á bandaríska bílaframleiðandann Chrysler, ætlar að nýta sér framleiðslu Chrysler og framleiða samhliða eins bíla og Chrysler undir merkjum Fiat. Sá fyrsti í þessari línu er Jeep Renegade sem fær nafnið 500X hjá Fiat. Ekki ætlar Fiat að láta það duga heldur ætlar einnig að framleiða stærri jeppa eða jeppling sem verður á milli Renegade og Cherokee af stærð. Jeep mun hætta framleiðslu á Compass og Patriot og mun þessi nýi bíll leysa þá af hólmi. Ekki eru komin nöfn á þennan systurbíl Chrysler og Fiat. Fiat hefur einnig hug á að högga í sama knérunn og lágverðsframleiðandinn Dacia, sem er í eigu Renault. Því er búist við því að Fiat framleiði jeppling sem byggður verður á sama grunni og Fiat Panda, en væri þó stærri, en einnig fjórhjóladrifinn. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Fiat, sem einnig á bandaríska bílaframleiðandann Chrysler, ætlar að nýta sér framleiðslu Chrysler og framleiða samhliða eins bíla og Chrysler undir merkjum Fiat. Sá fyrsti í þessari línu er Jeep Renegade sem fær nafnið 500X hjá Fiat. Ekki ætlar Fiat að láta það duga heldur ætlar einnig að framleiða stærri jeppa eða jeppling sem verður á milli Renegade og Cherokee af stærð. Jeep mun hætta framleiðslu á Compass og Patriot og mun þessi nýi bíll leysa þá af hólmi. Ekki eru komin nöfn á þennan systurbíl Chrysler og Fiat. Fiat hefur einnig hug á að högga í sama knérunn og lágverðsframleiðandinn Dacia, sem er í eigu Renault. Því er búist við því að Fiat framleiði jeppling sem byggður verður á sama grunni og Fiat Panda, en væri þó stærri, en einnig fjórhjóladrifinn.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent