Volkswagen dregur úr starfsemi í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 11:15 Frá verksmiðju Volkswagen í Rússlandi. Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent