„Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2015 12:43 Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Vísir/GVA/Pjetur Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, var í skýjunum þegar fréttastofa náði tali af honum eftir sólmyrkvann í morgun. „Ég er eiginlega bara í spennufalli. Ég er alveg dauðþreyttur núna þegar allt er búið og veit ekkert hvað ég á að gera,“ segir Sævar. Sævar segir sólmyrkvann hafa verið betri en hann bjóst við. „Það jafnast ekkert á við að upplifa svona marga í einu að fylgjast með þessu. Þetta var alveg æðislegt og fór fram úr okkar björtustu vonum. Veðrið var algjörlega stórkostlegt, allavega hérna hjá okkur og víðar um landið hef ég heyrt. Það gerir þetta líka allt saman þess virði að vita af þúsundum krakka út um allt land að fylgjast með myrkvanum.“ Stjörnuskoðunarfélagið og Háskóli Íslands stóðu fyrir sólmyrkvahátíð við háskólann í morgun og segir Sævar að þangað hafi komið um 2000 manns. „Það var bara alveg troðið af fólki og stöðugur straumur. Þeir sögðu það líka við okkur, þeir á markaðs- og samskiptasviði háskólans að þetta væri einn besti heppnaðasti viðburður hjá háskólanum.“Sólmyrkvinn speglast hér í bílrúðu.Mynd/Eyrún PétursdóttirBestu aðstæðurnar á Íslandi Aðstæður hér á landi til að fylgjast með sólmyrkvanum voru bestar í allri Evrópu, að sögn Sævars. „Þetta var bara þvílík heppni enda trúði maður þessu varla í morgun, sérstaklega miðað við hvernig tíðin hefur verið undanfarið.“ Undirbúningur er hafinn fyrir næsta almyrkva sem verður 2026. „Við erum náttúrulega búin að læra fullt af þessu, hvernig skipulagningin er, hvað við gerðum vitlaust og hvað við getum gert betur. Heilt yfir erum við samt alveg ótrúlega ánægð með hvernig til tókst og við vonum bara að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt líka,“ segir Sævar.Mynd sem tekin er á Laugavatni af nemendum menntaskólans þar.Mynd/Kjartan/HafsteinnTunglmyrkvi í septemberEn hvenær er von á næsta svona náttúrufyrirbæri? „Núna aðfaranótt 28. september verður tunglmyrkvi, sem var seinast árið 2010. Það er náttúrulega ekki eins sjaldgæft en alveg jafnheillandi þrátt fyrir það. Svo inn á milli, frá því núna og þangað til næsti almyrkvi verður, eru örfáir deildarmyrkvar,“ segir Sævar. Sævar ætlar að fagna í kvöld en fjöldi vina hans kom til landsins til að fylgjast með sólmyrkvanum. „Þetta eru stjörnufræðingar og þeir áttu ekki til orð yfir hversu vel tókst til.“ Veður Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Mikill fjöldi flugvéla á ferð til að fylgjast með sólmyrkvanum Átta flugumferðarstjórar sinna þessum flugvélum í stað tveggja eins og vaninn er á þessum hluta svæðisins á þessum tíma dags. 20. mars 2015 09:21 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Bretar aldrei séð neitt þessu líkt, eða þannig Á vefsíðunni Quandly hafa verið teknar saman myndir sem eiga að sýna sólmyrkvann sem blasti við Bretum í morgunsárið. "Algjörlega stórkostlegt,“ stendur við eina myndina þar sem ekkert er að sjá nema skýjahulu. 20. mars 2015 10:29 Sólmyrkvinn var stórbrotinn á Svalbarða Ólíklegt er að sólmyrkvinn hafi nokkurs staðar verið eins tilkomumikill og á Svalbarða í morgun. 20. mars 2015 11:09 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, var í skýjunum þegar fréttastofa náði tali af honum eftir sólmyrkvann í morgun. „Ég er eiginlega bara í spennufalli. Ég er alveg dauðþreyttur núna þegar allt er búið og veit ekkert hvað ég á að gera,“ segir Sævar. Sævar segir sólmyrkvann hafa verið betri en hann bjóst við. „Það jafnast ekkert á við að upplifa svona marga í einu að fylgjast með þessu. Þetta var alveg æðislegt og fór fram úr okkar björtustu vonum. Veðrið var algjörlega stórkostlegt, allavega hérna hjá okkur og víðar um landið hef ég heyrt. Það gerir þetta líka allt saman þess virði að vita af þúsundum krakka út um allt land að fylgjast með myrkvanum.“ Stjörnuskoðunarfélagið og Háskóli Íslands stóðu fyrir sólmyrkvahátíð við háskólann í morgun og segir Sævar að þangað hafi komið um 2000 manns. „Það var bara alveg troðið af fólki og stöðugur straumur. Þeir sögðu það líka við okkur, þeir á markaðs- og samskiptasviði háskólans að þetta væri einn besti heppnaðasti viðburður hjá háskólanum.“Sólmyrkvinn speglast hér í bílrúðu.Mynd/Eyrún PétursdóttirBestu aðstæðurnar á Íslandi Aðstæður hér á landi til að fylgjast með sólmyrkvanum voru bestar í allri Evrópu, að sögn Sævars. „Þetta var bara þvílík heppni enda trúði maður þessu varla í morgun, sérstaklega miðað við hvernig tíðin hefur verið undanfarið.“ Undirbúningur er hafinn fyrir næsta almyrkva sem verður 2026. „Við erum náttúrulega búin að læra fullt af þessu, hvernig skipulagningin er, hvað við gerðum vitlaust og hvað við getum gert betur. Heilt yfir erum við samt alveg ótrúlega ánægð með hvernig til tókst og við vonum bara að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt líka,“ segir Sævar.Mynd sem tekin er á Laugavatni af nemendum menntaskólans þar.Mynd/Kjartan/HafsteinnTunglmyrkvi í septemberEn hvenær er von á næsta svona náttúrufyrirbæri? „Núna aðfaranótt 28. september verður tunglmyrkvi, sem var seinast árið 2010. Það er náttúrulega ekki eins sjaldgæft en alveg jafnheillandi þrátt fyrir það. Svo inn á milli, frá því núna og þangað til næsti almyrkvi verður, eru örfáir deildarmyrkvar,“ segir Sævar. Sævar ætlar að fagna í kvöld en fjöldi vina hans kom til landsins til að fylgjast með sólmyrkvanum. „Þetta eru stjörnufræðingar og þeir áttu ekki til orð yfir hversu vel tókst til.“
Veður Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Mikill fjöldi flugvéla á ferð til að fylgjast með sólmyrkvanum Átta flugumferðarstjórar sinna þessum flugvélum í stað tveggja eins og vaninn er á þessum hluta svæðisins á þessum tíma dags. 20. mars 2015 09:21 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Bretar aldrei séð neitt þessu líkt, eða þannig Á vefsíðunni Quandly hafa verið teknar saman myndir sem eiga að sýna sólmyrkvann sem blasti við Bretum í morgunsárið. "Algjörlega stórkostlegt,“ stendur við eina myndina þar sem ekkert er að sjá nema skýjahulu. 20. mars 2015 10:29 Sólmyrkvinn var stórbrotinn á Svalbarða Ólíklegt er að sólmyrkvinn hafi nokkurs staðar verið eins tilkomumikill og á Svalbarða í morgun. 20. mars 2015 11:09 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Mikill fjöldi flugvéla á ferð til að fylgjast með sólmyrkvanum Átta flugumferðarstjórar sinna þessum flugvélum í stað tveggja eins og vaninn er á þessum hluta svæðisins á þessum tíma dags. 20. mars 2015 09:21
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri. 20. mars 2015 06:45
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25
Bretar aldrei séð neitt þessu líkt, eða þannig Á vefsíðunni Quandly hafa verið teknar saman myndir sem eiga að sýna sólmyrkvann sem blasti við Bretum í morgunsárið. "Algjörlega stórkostlegt,“ stendur við eina myndina þar sem ekkert er að sjá nema skýjahulu. 20. mars 2015 10:29
Sólmyrkvinn var stórbrotinn á Svalbarða Ólíklegt er að sólmyrkvinn hafi nokkurs staðar verið eins tilkomumikill og á Svalbarða í morgun. 20. mars 2015 11:09