Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Orri Freyr Rúnarsson skrifar 20. mars 2015 11:37 Meðlimir Queens of the Stone Age ætla að taka sér smá hlé frá sveitnni Hljómsveitin Queens of the Stone Age er komin í smá hlé ef marka má bassaleikarann Michael Shuman. Hann segir að hljómsveitin sé þó ekki hætt en það sé búið að vera mikið að gera hjá þeim og eftir að hafa verið á tæplega tvegga ára tónleikaferðalagi hafi þeir ákveðið að taka sér smá hlé frá sveitinni til að sinna öðrum verkefnum. Schuman sagði að fyrst um sinn hafi meðlimir Queens of the Stone Age verið spenntir fyrir að taka upp næstu plötu eftir velgengni Like Clockwork en sökum þess hversu langt og strembið tónleikaferðalagið varð var ákveðið að taka sér smá hlé, hann þvertók þó fyrir að meðlimir sveitarinnar væru komnir með leið á hvor öðrum, þeim semur enn mjög vel og eru allir spenntir fyrir framtíð Queens of the Stone Age. Það vakti mikla athygli þegar í ljós kom að Kanye West mun vera eitt af aðaltónlistaratriðum Glastonbury hátiðarinnar í sumar. Hátíðin hefur verið þekkt fyrir að gera rokkhljómsveitum hátt undir höfði og margir muna eftir deilunum sem urðu þegar að Jay-Z varð fyrsti rapparinn til að loka Pýramídasviðinu á hátíðinni. Þrátt fyrir að þeir tónleikar gengur afar vel eru margir afar ósáttir við að Kanye West komi nú fram á hátíðinni og hafa yfir 50.000 manns skrifað undir undirskriftarlista í Bretlandi þar sem að þessari ráðstöfun er mótmælt. Í gær var tilkynnt um fleiri hljómsveitir og listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í haust og ber þar hæst að nefna að Björk mun koma fram á hátíðinni. Þá var einnig tilkynnt að John Grant kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Af öðrum hljómsveitum má nefna Father John Misty, Bubbi & Dimma og fleiri. Harmageddon Mest lesið Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon
Hljómsveitin Queens of the Stone Age er komin í smá hlé ef marka má bassaleikarann Michael Shuman. Hann segir að hljómsveitin sé þó ekki hætt en það sé búið að vera mikið að gera hjá þeim og eftir að hafa verið á tæplega tvegga ára tónleikaferðalagi hafi þeir ákveðið að taka sér smá hlé frá sveitinni til að sinna öðrum verkefnum. Schuman sagði að fyrst um sinn hafi meðlimir Queens of the Stone Age verið spenntir fyrir að taka upp næstu plötu eftir velgengni Like Clockwork en sökum þess hversu langt og strembið tónleikaferðalagið varð var ákveðið að taka sér smá hlé, hann þvertók þó fyrir að meðlimir sveitarinnar væru komnir með leið á hvor öðrum, þeim semur enn mjög vel og eru allir spenntir fyrir framtíð Queens of the Stone Age. Það vakti mikla athygli þegar í ljós kom að Kanye West mun vera eitt af aðaltónlistaratriðum Glastonbury hátiðarinnar í sumar. Hátíðin hefur verið þekkt fyrir að gera rokkhljómsveitum hátt undir höfði og margir muna eftir deilunum sem urðu þegar að Jay-Z varð fyrsti rapparinn til að loka Pýramídasviðinu á hátíðinni. Þrátt fyrir að þeir tónleikar gengur afar vel eru margir afar ósáttir við að Kanye West komi nú fram á hátíðinni og hafa yfir 50.000 manns skrifað undir undirskriftarlista í Bretlandi þar sem að þessari ráðstöfun er mótmælt. Í gær var tilkynnt um fleiri hljómsveitir og listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í haust og ber þar hæst að nefna að Björk mun koma fram á hátíðinni. Þá var einnig tilkynnt að John Grant kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Af öðrum hljómsveitum má nefna Father John Misty, Bubbi & Dimma og fleiri.
Harmageddon Mest lesið Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon