Jordan Spieth fór á kostum á fyrsta hring á Augusta Kári Örn Hinriksson skrifar 9. apríl 2015 23:40 Jordan Spieth fagnar með kylfusveini sínum, Michael Greller. Getty Aðstæður á Augusta National vellinum voru frábærar í dag en skor kylfinga á fyrsta hring á Masters mótinu var með allra besta móti. Það lék þó enginn betur heldur en Bandaríkjamaðurinn ungi Jordan Spieth sem fór hreinlega á kostum og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari. Spieth sýndi allra sínar bestu hliðar, sérstaklega á flötunum en hann fékk níu fugla á hringnum og aðeins einn skolla. Fjórir kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari en það eru þeir Ernie Els, Justin Rose, Charley Hoffman og Jason Day. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, lék fyrsta hring á 71 höggi eða einu undir pari. Hann átti í miklum erfileikum í kring um flatirnar en boltaslátturinn hjá þessum frábæra kylfingi bjargaði honum trekk í trekk. Augu margra voru þó á Tiger Woods sem lék sinn fyrsta hring í atvinnumannamóti síðan í byrjun febrúar en hann kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari og er jafn í 41. sæti. Woods hefði þó hæglega getað leikið á mun fleiri höggum ef stutta spilið hjá honum hefði ekki verið í góðu standi en hann bjargaði sér frábærlega á köflum úr erfiðum aðstæðum.„Hef verið að undirbúa mig undir þetta mót allt árið“ Jordan Spieth hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu en í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni hefur hann sigrað eitt og endaði í öðru sæti í hinum tveimur. Hann sagði að aðstæðurnar hefðu hjálpað sér í dag. „Flatirnar voru mjúkar í dag og það hjálpaði mér að stjórna boltanum á þeim. Að spila svona góðan hring á fyrsta degi Masters er alveg magnað og ég hlakka til helgarinnar.“ Spieth var í toppbaráttunni á Masters mótinu í fyrra en hann er óhræddur við að viðurkenna hversu mikilvægt mótið er fyrir hann. „Tímabilið hjá mér hefur snúist um að vera í mínu besta formi hérna á Augusta. Það má eiginlega að segja að ég hafi verið að undirbúa mig undir þetta allt árið.“ Þessi hæfileikaríki kylfingur má þó ekki fara fram úr sér en eins og alltaf á Masters eru margir heimsklassa kylfingar ofarlega á skortöflunni, meðal annars Dustin Johnson og Phil Mickelson á tveimur undir pari og Spánverjinn Sergio Garcia á fjórum undir. Tiger Woods verður meðal fyrstu manna til þess að hefja leik á morgun og búist er við góðum aðstæðum fram að hádegi á öðrum hring. Þá gæti gert mikið rigningaveður sem gæti haft áhrif á leik. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00. Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Sjá meira
Aðstæður á Augusta National vellinum voru frábærar í dag en skor kylfinga á fyrsta hring á Masters mótinu var með allra besta móti. Það lék þó enginn betur heldur en Bandaríkjamaðurinn ungi Jordan Spieth sem fór hreinlega á kostum og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari. Spieth sýndi allra sínar bestu hliðar, sérstaklega á flötunum en hann fékk níu fugla á hringnum og aðeins einn skolla. Fjórir kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari en það eru þeir Ernie Els, Justin Rose, Charley Hoffman og Jason Day. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, lék fyrsta hring á 71 höggi eða einu undir pari. Hann átti í miklum erfileikum í kring um flatirnar en boltaslátturinn hjá þessum frábæra kylfingi bjargaði honum trekk í trekk. Augu margra voru þó á Tiger Woods sem lék sinn fyrsta hring í atvinnumannamóti síðan í byrjun febrúar en hann kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari og er jafn í 41. sæti. Woods hefði þó hæglega getað leikið á mun fleiri höggum ef stutta spilið hjá honum hefði ekki verið í góðu standi en hann bjargaði sér frábærlega á köflum úr erfiðum aðstæðum.„Hef verið að undirbúa mig undir þetta mót allt árið“ Jordan Spieth hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu en í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni hefur hann sigrað eitt og endaði í öðru sæti í hinum tveimur. Hann sagði að aðstæðurnar hefðu hjálpað sér í dag. „Flatirnar voru mjúkar í dag og það hjálpaði mér að stjórna boltanum á þeim. Að spila svona góðan hring á fyrsta degi Masters er alveg magnað og ég hlakka til helgarinnar.“ Spieth var í toppbaráttunni á Masters mótinu í fyrra en hann er óhræddur við að viðurkenna hversu mikilvægt mótið er fyrir hann. „Tímabilið hjá mér hefur snúist um að vera í mínu besta formi hérna á Augusta. Það má eiginlega að segja að ég hafi verið að undirbúa mig undir þetta allt árið.“ Þessi hæfileikaríki kylfingur má þó ekki fara fram úr sér en eins og alltaf á Masters eru margir heimsklassa kylfingar ofarlega á skortöflunni, meðal annars Dustin Johnson og Phil Mickelson á tveimur undir pari og Spánverjinn Sergio Garcia á fjórum undir. Tiger Woods verður meðal fyrstu manna til þess að hefja leik á morgun og búist er við góðum aðstæðum fram að hádegi á öðrum hring. Þá gæti gert mikið rigningaveður sem gæti haft áhrif á leik. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00.
Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Sjá meira