Fátt getur bjargað tónleikum Sinfó Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 13:26 Margrét Þorsteinsdóttir er ekki bjartsýn á að tónleikarnir fari fram í kvöld. Hér til vinstri má einnig sjá hljóðfæraleikara Sinfó á baráttufundi BHM. myndir/aðsendar „Það fór fram fundur í gær sem var algjörlega árangurslaus,“ segir Margrét Þorsteinsdóttir, formaður starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljóðfæraleikari. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall í kvöld milli klukkan sjö og ellefu. Ef til verkfalls kemur mun það vera í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar en tónleikar eru fyrirhugaðir í Hörpunni í kvöld. Takist ekki að semja fyrir þann tíma falla tónleikarnir niður.Mikil samstaða „Það bendir því allt til þess að tónleikarnir í kvöld falli niður. Það er mikil samstaða innan hljómsveitarinnar en 96 prósent okkar voru tilbúin til þess að beita verkfallsaðgerðum í atkvæðagreiðslu. Við erum vissulega öll mjög leið, enda þykir okkur mjög vænt um okkar áhorfendur.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950 en á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika hljómsveitarinnar. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð frá þeim.Mynd frá tónleikum Sinfóníunnar á Proms 22. ágúst á síðasta ári.mynd/aðsend„Tónleikar okkar hafa aldrei í sögunni fallið niður vegna verkfalls, hljómsveitin hefur stundum orðið veðurteppt og annað í þeim dúr.“ Margrét segir að þolinmæðin hafi verið komin í þrot og að hljómsveitin búi við vanefndir frá síðasta kjarasamningi frá árinu 2011.Á heimsmælikvarða „Við erum búin að æfa mikið og vel fyrir þessa tónleika í kvöld,“ segir Margrét og bætir við að stjórnandi tónleikanna og einleikarinn séu á heimsmælikvarða. Einleikarinn ku vera Shai Wosner frá Ísrael sem nýtur alþjóðlegrar hylli fyrir listfengi og framúrskarandi túlkun. Hann leikur með öllum helstu hljómsveitum Evrópu og Ameríku og debúteraði með Vínarfílharmóníunni í Salzburg á 250 ára fæðingarafmæli Mozarts. Stjórnandi í kvöld, ef af tónleikunum verður, er Olari Elts frá Eistlandi sem varð í fyrsta sæti í Alþjóðlegu Sibeliusar-hljómsveitarstjórakeppninni í Helsinki árið 2000. Hann var aðal- hljómsveitarstjóri Lettnesku þjóðarhljómsveitarinnar og aðalgestastjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki og Sinfóníuhljómsveitar Eistlands. „Við höfum ekki boðað til frekari aðgerða eins og er en erum reiðubúin til þess. Við væntum þess að þegar menn gera sér grein fyrir alvarleika málsins að unnið verði hratt í átt að samkomulagi. Það er ekki okkar vilji að vera í verkfalli, aldeilis ekki,“ segir Margrét að lokum. Menning Tengdar fréttir Hljómar þögnin í Eldborg? Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. 8. apríl 2015 07:00 Samningafundi BHM og ríkisins lokið án árangurs Útlit fyrir að allsherjarverkfall hefjist á morgun. 8. apríl 2015 15:58 Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00 Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það fór fram fundur í gær sem var algjörlega árangurslaus,“ segir Margrét Þorsteinsdóttir, formaður starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljóðfæraleikari. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall í kvöld milli klukkan sjö og ellefu. Ef til verkfalls kemur mun það vera í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar en tónleikar eru fyrirhugaðir í Hörpunni í kvöld. Takist ekki að semja fyrir þann tíma falla tónleikarnir niður.Mikil samstaða „Það bendir því allt til þess að tónleikarnir í kvöld falli niður. Það er mikil samstaða innan hljómsveitarinnar en 96 prósent okkar voru tilbúin til þess að beita verkfallsaðgerðum í atkvæðagreiðslu. Við erum vissulega öll mjög leið, enda þykir okkur mjög vænt um okkar áhorfendur.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950 en á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika hljómsveitarinnar. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð frá þeim.Mynd frá tónleikum Sinfóníunnar á Proms 22. ágúst á síðasta ári.mynd/aðsend„Tónleikar okkar hafa aldrei í sögunni fallið niður vegna verkfalls, hljómsveitin hefur stundum orðið veðurteppt og annað í þeim dúr.“ Margrét segir að þolinmæðin hafi verið komin í þrot og að hljómsveitin búi við vanefndir frá síðasta kjarasamningi frá árinu 2011.Á heimsmælikvarða „Við erum búin að æfa mikið og vel fyrir þessa tónleika í kvöld,“ segir Margrét og bætir við að stjórnandi tónleikanna og einleikarinn séu á heimsmælikvarða. Einleikarinn ku vera Shai Wosner frá Ísrael sem nýtur alþjóðlegrar hylli fyrir listfengi og framúrskarandi túlkun. Hann leikur með öllum helstu hljómsveitum Evrópu og Ameríku og debúteraði með Vínarfílharmóníunni í Salzburg á 250 ára fæðingarafmæli Mozarts. Stjórnandi í kvöld, ef af tónleikunum verður, er Olari Elts frá Eistlandi sem varð í fyrsta sæti í Alþjóðlegu Sibeliusar-hljómsveitarstjórakeppninni í Helsinki árið 2000. Hann var aðal- hljómsveitarstjóri Lettnesku þjóðarhljómsveitarinnar og aðalgestastjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki og Sinfóníuhljómsveitar Eistlands. „Við höfum ekki boðað til frekari aðgerða eins og er en erum reiðubúin til þess. Við væntum þess að þegar menn gera sér grein fyrir alvarleika málsins að unnið verði hratt í átt að samkomulagi. Það er ekki okkar vilji að vera í verkfalli, aldeilis ekki,“ segir Margrét að lokum.
Menning Tengdar fréttir Hljómar þögnin í Eldborg? Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. 8. apríl 2015 07:00 Samningafundi BHM og ríkisins lokið án árangurs Útlit fyrir að allsherjarverkfall hefjist á morgun. 8. apríl 2015 15:58 Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00 Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hljómar þögnin í Eldborg? Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. 8. apríl 2015 07:00
Samningafundi BHM og ríkisins lokið án árangurs Útlit fyrir að allsherjarverkfall hefjist á morgun. 8. apríl 2015 15:58
Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00
Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11