Bílar ruku út í Evrópu í mars Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 11:35 Bílaumferð í Þýskalandi. Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent