Texti um umskorinn lítinn svartan Sambó í söngbók leikskólabarna Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. apríl 2015 11:36 Fremur óviðeigandi texta er að finna í sönghefti sem leikskólakennarar styðjast við þegar þeir velja lög í samsöng leikskólabarna. Vísir hefur undir höndum allsérstæða söngbók, sem ætluð er til stuðnings leikskólakennurum þegar þeir velja lög fyrir leiksskólabörnin til söngs. Söngbókina mátti finna á eldri gerð heimasíðu leiksskólans Vesturberg í Reykjanesbæ, sem skipt var út fyrir skömmu. Þar kennir ýmissa grasa og ekkert endilega hefðbundin leikskólalög sem eru í þeirri samantekt; þarna eru lag eftir Megas: Spáðu í mig og Þykkvabæjarbragur Árna Johnsen, svo dæmi séu nefnd.Þarna koma þeir með hnífinn ryðgaðan og bitlausan En, það sem vekur mesta athygli er bragurinn Zulu, sem er texti sem menn sannarlega hefðu tæplega búist við því að finna í söngbók sem vistuð er á síðu leikskóla og hugsuð sem undirstöðurit þegar söngdagskráin er sett saman.Ég heiti Sambó og ég er Zulu,umskera þeir mig í kvöld.Ég skal þó játa, ég er ei spenntur,þeir hafa aldrei heyrt um deyfingar hér.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Ég kann að búa til hús úr mykjuen aldrei komist kvenmann upp á.Ég hef drepið flóðhest og fílaen aldrei hef ég dottið í það.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Þarna koma þeir með hnífinn,ryðgaðan og bitlausan.Ég vild‘ég væri fullur að flakasuður við Súgandafjörð. Vísi er ekki kunnugt um hvaða lag er notað við þennan umbúðalausa og sérstæða brag.Söngheftið aðeins ætlað leiksskólakennurum Vísir setti sig í samband við Brynju Aðalbergsdóttur en hún er leikskólastjóri Vesturbergs. Hún sagðist miður sín yfir textanum í söngbókinni, þegar Vísir innti hana eftir því hvernig það mætti vera að Zulu-sönginn væri þar að finna. Hún sjálf hafði aldrei rekið augu í þennan brag og hún fullyrðir að það hafi aldrei verið sungið í leikskólanum. Brynja gerir sér enga grein fyrir tilurð þessa. Hún telur líklegast að textinn hafi slysast inn í bókina, sem unnin var með „copy/paste“ úr annarri söngbók. Og það sé býsna langt síðan hún var tekin saman. Að minnsta kosti 10-15 ár. Þá segir Brynja leikskólabörnin aldrei hafa fengið þessa bók í hendurnar, hún hafi verið ætluð starfsfólkinu sem velji lögin sem sungin eru hverju sinni.Söngbókin var aðgengileg öllum á heimasíðu leikskólans, áður en skipt var um heimasíðu. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Vísir hefur undir höndum allsérstæða söngbók, sem ætluð er til stuðnings leikskólakennurum þegar þeir velja lög fyrir leiksskólabörnin til söngs. Söngbókina mátti finna á eldri gerð heimasíðu leiksskólans Vesturberg í Reykjanesbæ, sem skipt var út fyrir skömmu. Þar kennir ýmissa grasa og ekkert endilega hefðbundin leikskólalög sem eru í þeirri samantekt; þarna eru lag eftir Megas: Spáðu í mig og Þykkvabæjarbragur Árna Johnsen, svo dæmi séu nefnd.Þarna koma þeir með hnífinn ryðgaðan og bitlausan En, það sem vekur mesta athygli er bragurinn Zulu, sem er texti sem menn sannarlega hefðu tæplega búist við því að finna í söngbók sem vistuð er á síðu leikskóla og hugsuð sem undirstöðurit þegar söngdagskráin er sett saman.Ég heiti Sambó og ég er Zulu,umskera þeir mig í kvöld.Ég skal þó játa, ég er ei spenntur,þeir hafa aldrei heyrt um deyfingar hér.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Ég kann að búa til hús úr mykjuen aldrei komist kvenmann upp á.Ég hef drepið flóðhest og fílaen aldrei hef ég dottið í það.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Þarna koma þeir með hnífinn,ryðgaðan og bitlausan.Ég vild‘ég væri fullur að flakasuður við Súgandafjörð. Vísi er ekki kunnugt um hvaða lag er notað við þennan umbúðalausa og sérstæða brag.Söngheftið aðeins ætlað leiksskólakennurum Vísir setti sig í samband við Brynju Aðalbergsdóttur en hún er leikskólastjóri Vesturbergs. Hún sagðist miður sín yfir textanum í söngbókinni, þegar Vísir innti hana eftir því hvernig það mætti vera að Zulu-sönginn væri þar að finna. Hún sjálf hafði aldrei rekið augu í þennan brag og hún fullyrðir að það hafi aldrei verið sungið í leikskólanum. Brynja gerir sér enga grein fyrir tilurð þessa. Hún telur líklegast að textinn hafi slysast inn í bókina, sem unnin var með „copy/paste“ úr annarri söngbók. Og það sé býsna langt síðan hún var tekin saman. Að minnsta kosti 10-15 ár. Þá segir Brynja leikskólabörnin aldrei hafa fengið þessa bók í hendurnar, hún hafi verið ætluð starfsfólkinu sem velji lögin sem sungin eru hverju sinni.Söngbókin var aðgengileg öllum á heimasíðu leikskólans, áður en skipt var um heimasíðu.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira