J.B. Holmes sigraði eftir bráðabana á Shell Houston Open 5. apríl 2015 23:10 J.B. Holmes fagnar með kylfusveini sínum þegar úrslitin voru ljós. Getty J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni. Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans. Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum. „Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“ Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag. Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni. Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans. Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum. „Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“ Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag.
Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira