Viðhorf lúsera Atli Fannar Bjarkason skrifar 2. apríl 2015 15:07 Vika er liðin frá því að byltingin hófst og við erum búin að sjá þingmann og borgarfulltrúa taka þátt í átakinu, geirvartan var frelsuð í Hraðfréttum í Ríkissjónvarpinu og fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um byltinguna á Íslandi sem hófst Verzlunarskóla Íslands. Af öllum stöðum! Það er bara stórkostlegt - byltingar eru ekki rauðir dagar á dagatalinu. Maður fær ekki boð í opnunarpartí byltingarinnar á Facebook. Ég hefði getað tekið byltingunni sem ógnun við ótvíræða forréttindastöðu mína sem hvítur karlmaður yfir meðalhæð. Gerðiþaðekki. En ég fór hins vegar í bíó um daginn. Þar sem ég beið í röð eftir afgreiðslu í sjoppunni voru tveir ungir menn að spjalla saman. Annar lýsti yfir ánægju sinni með pistla sem drengur, sem ég man ekki hvað heitir, skrifaði sem einhvers konar illa orðað og vanhugsað svar við brjóstabaráttunni svokölluðu. "Einhver verður að standa í þessu," sagði annar drengurinn og hinn kinkaði kolli. Ég velti fyrir mér hvort þeir væru svona þröngsýnir og forpokaðir ef þeir vissu að þetta er viðhorf lúsera í réttindabaráttum. Þetta eru náungarnir sem Rosa Parks neitaði að standa upp fyrir árið 1955. Sömu náungar og reyndu að stoppa Kathrine Switzer þegar hún varð fyrsta konan til að taka þátt í Boston-maraþoninu árið 1967. Á sögulegri mynd sést þegar skipuleggjandi hlaupsins reynir að koma í veg fyrir þátttöku hennar. Þessir menn eru í besta falli hlægilegir í dag. En auðvitað eru ógeðslega margir hneykslaðir. Annars væri þetta hvorki gaman né að virka. Munið þið eftir hófstilltu byltingunni sem með virðingu fyrir ríkjandi viðhorfum að vopni ögraði rótgrónum hugmyndum og breytti að lokum heiminum? Ekki ég heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun
Vika er liðin frá því að byltingin hófst og við erum búin að sjá þingmann og borgarfulltrúa taka þátt í átakinu, geirvartan var frelsuð í Hraðfréttum í Ríkissjónvarpinu og fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um byltinguna á Íslandi sem hófst Verzlunarskóla Íslands. Af öllum stöðum! Það er bara stórkostlegt - byltingar eru ekki rauðir dagar á dagatalinu. Maður fær ekki boð í opnunarpartí byltingarinnar á Facebook. Ég hefði getað tekið byltingunni sem ógnun við ótvíræða forréttindastöðu mína sem hvítur karlmaður yfir meðalhæð. Gerðiþaðekki. En ég fór hins vegar í bíó um daginn. Þar sem ég beið í röð eftir afgreiðslu í sjoppunni voru tveir ungir menn að spjalla saman. Annar lýsti yfir ánægju sinni með pistla sem drengur, sem ég man ekki hvað heitir, skrifaði sem einhvers konar illa orðað og vanhugsað svar við brjóstabaráttunni svokölluðu. "Einhver verður að standa í þessu," sagði annar drengurinn og hinn kinkaði kolli. Ég velti fyrir mér hvort þeir væru svona þröngsýnir og forpokaðir ef þeir vissu að þetta er viðhorf lúsera í réttindabaráttum. Þetta eru náungarnir sem Rosa Parks neitaði að standa upp fyrir árið 1955. Sömu náungar og reyndu að stoppa Kathrine Switzer þegar hún varð fyrsta konan til að taka þátt í Boston-maraþoninu árið 1967. Á sögulegri mynd sést þegar skipuleggjandi hlaupsins reynir að koma í veg fyrir þátttöku hennar. Þessir menn eru í besta falli hlægilegir í dag. En auðvitað eru ógeðslega margir hneykslaðir. Annars væri þetta hvorki gaman né að virka. Munið þið eftir hófstilltu byltingunni sem með virðingu fyrir ríkjandi viðhorfum að vopni ögraði rótgrónum hugmyndum og breytti að lokum heiminum? Ekki ég heldur.