Ár liðið frá snjóflóðinu: Tekst á við áskorunina en þykir erfitt að líta til baka SUnna Karen SIgurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2015 13:40 "Þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg. vísir/valli Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum. Vilborg Arna Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum.
Vilborg Arna Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira