Golf

Guðmundur Ágúst að spila vel í Bandaríkjunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Ágúst.
Guðmundur Ágúst. vísir/golfsambandið
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, hefur leikið á alls oddi á þessu tímabili. Guðmundur stundar nám við East Tennessee State háskólann í Bandaríkjunum og spilar fyrir golflið háskólans.

Guðmundur var í vikunni valinn íþróttamaður vikunnar í annað skiptið, en Morgunblaðið greinir frá þessu. Hann var einn þriggja sem unnu OLD TOPC golfmótið á dögunum, en fresta þurfti lokahringnum vegan veðurs.

Tenessee liðið vann einnig liðakeppina á mótinu og hjálpaði Guðmundur Ágúst þar mikið til með frábærri spilamennsku sinni.

Á morgun hefst svo meistaramót suður-háskóladeildarinnar þar sem Guðmundur Ágúst og félagar verða í eldlínunni. Á heimasíðu skólans er frétt um málið, en þar segir að Guðmundur sé einnig að standa sig gífurlega vel í skólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×