Rafdrifnar forþjöppur - ný leið til lægri eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 16:09 Nýr Audi Q7 fær rafdrifnar forþjöppur. Bílaframleiðendur leita allra mögulegra leiða til að minnka eyðslu bíla sinna og með því hlýta ströngum reglum yfirvalda um síminnkandi eyðslu og mengun. Ekki sakar það ef að ný tækni til slíks eykur einnig afl bílanna, en það á við notkun rafdrifinna forþjappa sem bætast við forþjöppu sem nærast á afgasi frá vélunum. Annar kosturinn við notkun rafdrifinna forþjappa er að þær geta unnið á lágum snúningi vélanna. Því hverfur með þeim einn helsti ókostur hefðbundinna forþjappa, þ.e. svokallað „turbolag“, þar sem þær byrja ekki að vinna að fullu fyrr en afgasþrýstingur þeirra dælir nægu lofti. Einn framleiðandi rafknúinna forþjappa, Valeo frá Frakklandi segir að með notkun þeirra megi minnka eyðslu frá 7% til 20%. Audi mun nota rafknúnar forþjöppur frá Valeo í Audi Q7 jeppann af næstu kynslóð en stutt er í tilkomu hans. Valeo telur sig hafa eins til tveggja ára forskot á aðra framleiðendur við smíði rafdrifinna forþjappa, en stórir framleiðendur eins og Honeywell er einnig að undirbúa framleiðslu slíkra forþjappa. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Bílaframleiðendur leita allra mögulegra leiða til að minnka eyðslu bíla sinna og með því hlýta ströngum reglum yfirvalda um síminnkandi eyðslu og mengun. Ekki sakar það ef að ný tækni til slíks eykur einnig afl bílanna, en það á við notkun rafdrifinna forþjappa sem bætast við forþjöppu sem nærast á afgasi frá vélunum. Annar kosturinn við notkun rafdrifinna forþjappa er að þær geta unnið á lágum snúningi vélanna. Því hverfur með þeim einn helsti ókostur hefðbundinna forþjappa, þ.e. svokallað „turbolag“, þar sem þær byrja ekki að vinna að fullu fyrr en afgasþrýstingur þeirra dælir nægu lofti. Einn framleiðandi rafknúinna forþjappa, Valeo frá Frakklandi segir að með notkun þeirra megi minnka eyðslu frá 7% til 20%. Audi mun nota rafknúnar forþjöppur frá Valeo í Audi Q7 jeppann af næstu kynslóð en stutt er í tilkomu hans. Valeo telur sig hafa eins til tveggja ára forskot á aðra framleiðendur við smíði rafdrifinna forþjappa, en stórir framleiðendur eins og Honeywell er einnig að undirbúa framleiðslu slíkra forþjappa.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður