Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2015 22:30 Alda Dís var að vonum ánægð eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marínó „Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent Ísland Got Talent Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
„Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent
Ísland Got Talent Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“