Jordan Spieth enn í bílstjórasætinu á Masters 12. apríl 2015 02:39 Jordan Spieth hefur verið frábær á Augusta hingað til. Getty Jordan Spieth er 18 holum frá því að upplifa æskudrauminn sinn og sigra á Masters mótinu en eftir þrjá hringi leiðir þessi bandaríski kylfingur með fjórum höggum, samtals á 16 höggum undir pari. Spieth hefur verið í sérflokki hingað til en á eftir honum kemur Englendingurinn Justin Rose á 12 höggum undir pari en þeir mynda lokahollið á morgun.Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir pari og hann gæti gert atlögu að Spieth á morgun með góðum hring en Augusta National virðist alltaf draga fram það besta úr þessum frábæra kylfingi.Tiger Woods og Rory McIlroy hafa báðir leikið gott golf hingað til og eru jafnir í fimmta sæti á sex höggum undir pari en þeir þurfa á kraftaverki að halda á morgun til þess að eiga nokkurn séns á að berjast um titilinn. Sagan segir þó að pressan á lokahringnum á risamóti eins og Masters er gífurleg en það verður áhugavert að sjá hvernig hinn ungi Jordan Spieth höndlar hana á morgun. Lokahringurinn á Masters verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 18:00. Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jordan Spieth er 18 holum frá því að upplifa æskudrauminn sinn og sigra á Masters mótinu en eftir þrjá hringi leiðir þessi bandaríski kylfingur með fjórum höggum, samtals á 16 höggum undir pari. Spieth hefur verið í sérflokki hingað til en á eftir honum kemur Englendingurinn Justin Rose á 12 höggum undir pari en þeir mynda lokahollið á morgun.Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir pari og hann gæti gert atlögu að Spieth á morgun með góðum hring en Augusta National virðist alltaf draga fram það besta úr þessum frábæra kylfingi.Tiger Woods og Rory McIlroy hafa báðir leikið gott golf hingað til og eru jafnir í fimmta sæti á sex höggum undir pari en þeir þurfa á kraftaverki að halda á morgun til þess að eiga nokkurn séns á að berjast um titilinn. Sagan segir þó að pressan á lokahringnum á risamóti eins og Masters er gífurleg en það verður áhugavert að sjá hvernig hinn ungi Jordan Spieth höndlar hana á morgun. Lokahringurinn á Masters verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira