UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2015 14:00 Eins og sést eru flugurnar sem hnýttar eru með UV efni ótrúlega litríkar Á hverju ári bíða veiðimenn eftir nýjungum í veiðinni sem gera veiðina auðveldari, skemmtilegri, fágaðri og betri. Það koma svo misstórar nýjungar sem gera mismikið en þegar það kemur eitthvað alveg nýtt verður það fljótt að trendi og sum af þessum trendum lifa jafnvel það vel og lengi að þau verða gróin inn í stangveiðina. Flugur sem eru hnýttar í UV (Ultra Violet/útfjólubláum) efnum eru komnar í borðið hjá strákunum í Vesturröst og það er ótrúlegt að sjá hvað þetta efni gerir mikið þegar það er lýst upp með útfjólubláu ljósi eins og sést á meðfygjandi mynd. Því hefur lengi verið haldið fram að fiskur sé einstaklega næmur á útfjólublátt litróf og flugnalirfur sem hann borðar endurkasta margar hverjar þessari ljóstíðni þannig að fiskurinn sér þær vel. Þær flugur sem eru hnýttar í björtustu litunum gætu virkað vel á t.d. sjóbirting, urriða, sjóbleikju, bleikju og jafnvel líka lax. Það er eiginlega bara um að gera að prófa. Eins má telja líklegt að flugan verði sérstaklega vinsæl á vatnasvæðum þar sem fiskurinn virðist laðast sérstaklega að glysgjörnum flugum t.d. í Veiðivötnum. Það verður gaman að sjá eftir þetta sumar hvernig flugurnar komu út og hvar þær gáfu þá vel. Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Stangveiðin hófst í gær Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði
Á hverju ári bíða veiðimenn eftir nýjungum í veiðinni sem gera veiðina auðveldari, skemmtilegri, fágaðri og betri. Það koma svo misstórar nýjungar sem gera mismikið en þegar það kemur eitthvað alveg nýtt verður það fljótt að trendi og sum af þessum trendum lifa jafnvel það vel og lengi að þau verða gróin inn í stangveiðina. Flugur sem eru hnýttar í UV (Ultra Violet/útfjólubláum) efnum eru komnar í borðið hjá strákunum í Vesturröst og það er ótrúlegt að sjá hvað þetta efni gerir mikið þegar það er lýst upp með útfjólubláu ljósi eins og sést á meðfygjandi mynd. Því hefur lengi verið haldið fram að fiskur sé einstaklega næmur á útfjólublátt litróf og flugnalirfur sem hann borðar endurkasta margar hverjar þessari ljóstíðni þannig að fiskurinn sér þær vel. Þær flugur sem eru hnýttar í björtustu litunum gætu virkað vel á t.d. sjóbirting, urriða, sjóbleikju, bleikju og jafnvel líka lax. Það er eiginlega bara um að gera að prófa. Eins má telja líklegt að flugan verði sérstaklega vinsæl á vatnasvæðum þar sem fiskurinn virðist laðast sérstaklega að glysgjörnum flugum t.d. í Veiðivötnum. Það verður gaman að sjá eftir þetta sumar hvernig flugurnar komu út og hvar þær gáfu þá vel.
Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Stangveiðin hófst í gær Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði