Volkswagen stjóri í Kína fær lífstíðardóm vegna mútuþægni Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 11:40 Nú fá mútuþægnir starfsmenn kínverska ríkisins að finna fyrir því. Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent
Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent