Skoda sýnir Funstar í Wörthersee Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 14:06 Skoda Funstar. Á hverju ári sýna þau fyrirtæki sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni skemmtilegar útfærslur bíla sinna, sem gjarnan eru ofuröflugar en stundum bara öðruvísi útlítandi. Þessi bíll Skoda er af síðarnefndri sortinni. Þarna fer Skoda Fabia sem breytt hefur verið af 23 ungum einstaklingum sem fengu að leika lausum hala við að smíða draumabílinn. Fabíunni hefur verið breytt í pallbíl sem skemmtilegt gæti verið fyrir ungt fólk að spóka sig á við allskonar útivist. Bíllinn er upplýstur að neðan með grænum LED ljósum, í stíl við hliðarspeglana og Skoda merkið. Hann stendur á 18 tommu „Gemini“ álfelgum. Vélin í bílnum er óbreytt 1,2 lítra TSI vél með 7 gíra DSG-sjálfskiptingu. Rúsínan í pylsuendanum er svo 1.400 watta hljóðkerfi, því stöðuvatnið Wörthersee er stórt! Ólíklegt er að þessi æfing verði til þess að Skoda verksmiðjurnar smíð fleiri eintök af þessum bíl. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Á hverju ári sýna þau fyrirtæki sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni skemmtilegar útfærslur bíla sinna, sem gjarnan eru ofuröflugar en stundum bara öðruvísi útlítandi. Þessi bíll Skoda er af síðarnefndri sortinni. Þarna fer Skoda Fabia sem breytt hefur verið af 23 ungum einstaklingum sem fengu að leika lausum hala við að smíða draumabílinn. Fabíunni hefur verið breytt í pallbíl sem skemmtilegt gæti verið fyrir ungt fólk að spóka sig á við allskonar útivist. Bíllinn er upplýstur að neðan með grænum LED ljósum, í stíl við hliðarspeglana og Skoda merkið. Hann stendur á 18 tommu „Gemini“ álfelgum. Vélin í bílnum er óbreytt 1,2 lítra TSI vél með 7 gíra DSG-sjálfskiptingu. Rúsínan í pylsuendanum er svo 1.400 watta hljóðkerfi, því stöðuvatnið Wörthersee er stórt! Ólíklegt er að þessi æfing verði til þess að Skoda verksmiðjurnar smíð fleiri eintök af þessum bíl.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður