Nýlega hafa nokkrir sjónvarpsþættir gefiðr kynlífi og erótík og losta ákveðið vægi og sýnt á raunverulegri hátt.
Hér má sjá fjóra góða sjónvarpsþætti sem kitla heilann sem og kynfærin.
(gott að taka fram að þetta er ekki tæmandi listi og vissulega má alltaf bæta við hann)

Þar má finna eldheitar senur á milli Piper og Alex og á milli Nichols og ýmissa kvenna.
Kynlífið ber keim af raunveruleikanum og er það skemmtilega frískandi að sjá slíkt í sjónvarpi auk þess sem kynlíf tveggja kvenna er sýnt, bæði útfrá rómantískum sjónarhorni en einnig til að svala eðlilegri kynþörf og löngun.

Þegar kynlíf er ekki sýnt beint þá er það gefið til kynna óbeint með erótískum samskiptum hjónanna Claire og Francis og svo þeirra sem á vegi þeirra verða.
Hér er pólitík og valdafkín gerð að mjög sexí hlut.

Kynlíf er oft í forgrunni þáttanna og fer raunsætt sjónarhornið fyrir brjóstið á sumum á meðan aðrir taka því fagnandi.
Þættirnir hafa brotið blað í sjónvarpssögunni í að sýna tabú kynlífsathafnir líkt og munnmök við rass.
Sumir þáttanna líkja til þess að vera fluga á vegg í samlífi allskonar fólks sem stundar allskonar kynlíf.

Þess má geta að flestir í þættinum munu á einum tímapunkti eða öðrum stunda kynlíf svo ef þér þykir kynlíf skemmtilegt og áhugavert þá er þessi þáttur skylduáhorf.