Lengri og breiðari Hyundai i20 frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2015 09:06 Hyundai i20 sýndur á bílasýningunni í París. Auto Evolution BL í Garðabæ frumsýnir næstkomandi laugardag, 2. maí, breyttan Hyundai i20. Í tilkynningu frá BL segir að nýr Hyundai i20 beri sterk einkenni nýjustu kynslóðar fólksbíla frá framleiðandanum sem hlotið hafa hver verðlaunin á fætur öðrum fyrir frísklega en jafnframt fágaða hönnun. Þar sé heldur ekkert sparað í staðalbúnaði. Nýr Hyundai i20 er rúmgóður fólksbíll sem er bæði lengri og breiðari en fyrirrennarinn. Hann er boðinn í nokkrum útfærslum. Hægt er að velja á milli þriggja vélarstærða, 1,1 lítra dísilvélar sem er 75 hestöfl, 1,2 lítra, 78 hestafla bensínvélar og 1,4 lítra, 99 hestafla bensínvélar. Hyundai hlaut í mars hönnunarverðlaunin Red Dot Design fyrir tvær gerðir i20, m.a. fimm dyra útgáfuna, þar sem dómnefndin sagði bílinn kalla fram sterka nærveru sem m.a. væri undirstrikuð með lengri vélarhlíf, hástæðari og fljótandi svörtum hliðarlínum og svipmiklu og stóru grilli. Red Dot Design verðlaunin eru enn ein staðfesting þess mikla árangurs sem hönnuðir Hyundai hafa náð með nýrri og breyttri kynslóð Hyundai á Evrópumarkaði. Frumsýning i20 nk. laugardag stendur milli kl. 12 og 16 og verða reynsluakstursbílar á staðnum. Innanrými Hyundai i20. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent
BL í Garðabæ frumsýnir næstkomandi laugardag, 2. maí, breyttan Hyundai i20. Í tilkynningu frá BL segir að nýr Hyundai i20 beri sterk einkenni nýjustu kynslóðar fólksbíla frá framleiðandanum sem hlotið hafa hver verðlaunin á fætur öðrum fyrir frísklega en jafnframt fágaða hönnun. Þar sé heldur ekkert sparað í staðalbúnaði. Nýr Hyundai i20 er rúmgóður fólksbíll sem er bæði lengri og breiðari en fyrirrennarinn. Hann er boðinn í nokkrum útfærslum. Hægt er að velja á milli þriggja vélarstærða, 1,1 lítra dísilvélar sem er 75 hestöfl, 1,2 lítra, 78 hestafla bensínvélar og 1,4 lítra, 99 hestafla bensínvélar. Hyundai hlaut í mars hönnunarverðlaunin Red Dot Design fyrir tvær gerðir i20, m.a. fimm dyra útgáfuna, þar sem dómnefndin sagði bílinn kalla fram sterka nærveru sem m.a. væri undirstrikuð með lengri vélarhlíf, hástæðari og fljótandi svörtum hliðarlínum og svipmiklu og stóru grilli. Red Dot Design verðlaunin eru enn ein staðfesting þess mikla árangurs sem hönnuðir Hyundai hafa náð með nýrri og breyttri kynslóð Hyundai á Evrópumarkaði. Frumsýning i20 nk. laugardag stendur milli kl. 12 og 16 og verða reynsluakstursbílar á staðnum. Innanrými Hyundai i20.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent