Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. apríl 2015 18:18 Frá fyrsta samlestri hópsins. vísir/gva „Þetta leggst rosalega vel í mig,“ sagði Þórir Sæmundsson nýkominn heim til sín af fyrsta samlestri af Í hjarta Hróa hattar. Sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og verður frumsýnd 12. september næstkomandi. „Þetta er aðeins öðruvísi Hrói en fólk á að venjast. Ég hef séð Russell Crowe, Cary Elwes og Kevin Costner leika Hróa hött en samt sem áður finnst mér alltaf Hróa hattar refurinn, úr Disney myndinni, vera hinn eini sanni Hrói. Hróinn sem ég mun leika verður talsvert öðruvísi en sá sem við eigum að venjast.“ Í hjarta Hróa hattar hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og áhorfendum þar sem hún hefur verið sýnd. Hún var frumsýnd hjá hinu breska The Royal Shakespeare Company og hefur síðan þá ferðast til Boston, Uppsala, Bergen, Winnipeg og Toronto. Í augnablikinu standa yfir viðræður um að setja sýninguna upp á Brodway og West End. Boginn, græni búningurinn og oddmjói hatturinn verða víðsfjarri og í stað þess að ræna aðalinn og gefa fátækum tekur Hrói gróðann til sín. Síðar meir kemst hann í kynni við Martein sem er í raun prinsessan Maríanna og þau eiga harðvítuga bardaga.Flytja inn mann fyrir bardagasenurnar „Þetta er mikil Vesturports sýning. Það er mikiðum að vera og mikið lagt upp úr sviðshreyfingum, klifurkúnstum og bardögum. Það kemur til að mynda maður frá Kanada til að taka okkur í gegn til að gera allar bardagasenur sem raunverulegastar.“ Meðal annara leikara í sýningunni má nefna Stefánana Karl og Hall auk fleiri fastra Þjóðleikhúsleikara. Guðjón Davíð Karlsson og Sigurður Þór Óskarsson taka þátt en að undanförnu hafa þeir leikið í Borgarleikhúsinu. Að auki munu tveir nýútskrifaðir nemar taka þátt í sýningunni en það eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Baltasar Breki Baltasarsson. Tónlist verður í höndum Sölku Sólar Eyfeld. „Þetta leggst allt ótrúlega vel í mig. Hópurinn er frábær og það var gaman að lesa handritið. Þetta er sýning sem nærri allir aldurshópar ættu að geta haft gaman af,“ segir Þórir. „Það er mögulega full mikið ofbeldi fyrir þá allra yngstu en fyrir átta ára og upp úr ætti þetta að vera kjörið.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta leggst rosalega vel í mig,“ sagði Þórir Sæmundsson nýkominn heim til sín af fyrsta samlestri af Í hjarta Hróa hattar. Sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og verður frumsýnd 12. september næstkomandi. „Þetta er aðeins öðruvísi Hrói en fólk á að venjast. Ég hef séð Russell Crowe, Cary Elwes og Kevin Costner leika Hróa hött en samt sem áður finnst mér alltaf Hróa hattar refurinn, úr Disney myndinni, vera hinn eini sanni Hrói. Hróinn sem ég mun leika verður talsvert öðruvísi en sá sem við eigum að venjast.“ Í hjarta Hróa hattar hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og áhorfendum þar sem hún hefur verið sýnd. Hún var frumsýnd hjá hinu breska The Royal Shakespeare Company og hefur síðan þá ferðast til Boston, Uppsala, Bergen, Winnipeg og Toronto. Í augnablikinu standa yfir viðræður um að setja sýninguna upp á Brodway og West End. Boginn, græni búningurinn og oddmjói hatturinn verða víðsfjarri og í stað þess að ræna aðalinn og gefa fátækum tekur Hrói gróðann til sín. Síðar meir kemst hann í kynni við Martein sem er í raun prinsessan Maríanna og þau eiga harðvítuga bardaga.Flytja inn mann fyrir bardagasenurnar „Þetta er mikil Vesturports sýning. Það er mikiðum að vera og mikið lagt upp úr sviðshreyfingum, klifurkúnstum og bardögum. Það kemur til að mynda maður frá Kanada til að taka okkur í gegn til að gera allar bardagasenur sem raunverulegastar.“ Meðal annara leikara í sýningunni má nefna Stefánana Karl og Hall auk fleiri fastra Þjóðleikhúsleikara. Guðjón Davíð Karlsson og Sigurður Þór Óskarsson taka þátt en að undanförnu hafa þeir leikið í Borgarleikhúsinu. Að auki munu tveir nýútskrifaðir nemar taka þátt í sýningunni en það eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Baltasar Breki Baltasarsson. Tónlist verður í höndum Sölku Sólar Eyfeld. „Þetta leggst allt ótrúlega vel í mig. Hópurinn er frábær og það var gaman að lesa handritið. Þetta er sýning sem nærri allir aldurshópar ættu að geta haft gaman af,“ segir Þórir. „Það er mögulega full mikið ofbeldi fyrir þá allra yngstu en fyrir átta ára og upp úr ætti þetta að vera kjörið.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira