Lóan boðar komu sumars í Gamla Bíó: "Þetta verður rosaleg keyrsla“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. apríl 2015 17:28 Hluti þeirra sem kemur fram á Lóu. „Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp