Stjórnarformaður Volkswagen segir af sér Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 10:37 Ferdinand Piëch stjórnarformaður (til vinstri) og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Ferdinand Piëch stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Tvær vikur eru frá því að hann greindi þýska blaðinu Der Spiegel frá því að hann treysti ekki forstjóra Volkswagen og að hann vildi ekki að hann tæki við sér sem stjórnarformaður er hann stígur úr forstjórastóli. Í það hefur stefnt lengi. Enginn annarra meðlima í stjórn Volkswagen tóku undir orð Piëch, né heldur aðrir stjórnendur fyrirtækisins. Því var Piëch afar einangraður í afstöðu sinni og það leiddi til afsagnar hans. Piëch hefur fram að þessu fengið flestu því ráðið sem hann kýs innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Piëch á 51% í Volkswagen Group ásamt fjölskyldu sinni, en hún er komin af Porsche slektinu. Þessar fréttir þykja stórar í þýska bílaheiminum og í ljósi eignarhalds Piëch og fjölskyldu hans telja margir að slagnum milli Piëch og forstjórans sé alls ekki lokið. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Ferdinand Piëch stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Tvær vikur eru frá því að hann greindi þýska blaðinu Der Spiegel frá því að hann treysti ekki forstjóra Volkswagen og að hann vildi ekki að hann tæki við sér sem stjórnarformaður er hann stígur úr forstjórastóli. Í það hefur stefnt lengi. Enginn annarra meðlima í stjórn Volkswagen tóku undir orð Piëch, né heldur aðrir stjórnendur fyrirtækisins. Því var Piëch afar einangraður í afstöðu sinni og það leiddi til afsagnar hans. Piëch hefur fram að þessu fengið flestu því ráðið sem hann kýs innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Piëch á 51% í Volkswagen Group ásamt fjölskyldu sinni, en hún er komin af Porsche slektinu. Þessar fréttir þykja stórar í þýska bílaheiminum og í ljósi eignarhalds Piëch og fjölskyldu hans telja margir að slagnum milli Piëch og forstjórans sé alls ekki lokið.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent