Mitsubishi skilar loks hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 16:23 Þrír tilraunabílar Mitsubishi sem fyrirtækið hefur sýnt að undanförnu á bílasýningum. Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent