„Það þýðir ekkert að væla, þið eruð ekki í Reykjavík“ Tinni Sveinsson skrifar 24. apríl 2015 14:30 Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. Þeir eru búnir að flakka víða um land og eru nú komnir á Austurland. Ferðalagið austur gengur vel en þeir koma meðal annars við hjá Douglas Dakota-vélinni á Sólheimasandi. Þar hitta þeir hóp ferðamanna frá Bandaríkjunum og reyna að fá þá með sér í partí. Brynjólfur lætur gamminn geysa en hnéskelin hrekkur úr lið þegar hann stekkur úr vélinni þannig að hann þarf að vera á hækjum allt ferðalagið. „Þetta kom reyndar ekki að sök. Helsta leynivopn Binna er nefninlega vélbyssukjafturinn á honum þannig að hann gat alveg skilað sínu þó hnéið væri í rúst,“ segir Davíð. Ferðinni er síðan heitið til Eskifjarðar þar sem Sævar í Randolfshúsi tekur á móti þeim með staupi af Brennivíni. Strákarnir vita ekki alveg hvaðan á þá stendur veðrið þegar Sævar sýnir þeim hundrað ára gamlar vistarverur og segir að þar eigi þeir að gista um kvöldið. „Það þýðir ekkert að væla, þið eru ekki í Reykjavík,“ segir hann í gríni. Strákarnir fara síðan í misheppnaða leit að hreindýrum, renna sér í Oddsskarði, og fá síðan fínasta bústað á Mjóeyri til að koma sér fyrir í. Þeir enda að sjálfsögðu þáttinn á því að rífa sig úr fötunum og fara í heita pottinn. Þetta þykir þeim ekki leiðinlegt, eins og áhorfendur Illa farnir eru eflaust farnir að átta sig á.Þetta er þrettándi þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta Illa farnir Video-kassi-lfid Tengdar fréttir Illa farnir mættir á Austurland Enn halda Davíð og Arnar áfram að ferðast um landið. 22. apríl 2015 15:57 Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar Strákarnir í Illa farnir renna sér í púðrinu á Ísafirði og spreyta sig í keppni á gönguskíðum. 13. mars 2015 13:00 Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík „Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð. 19. mars 2015 18:45 Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“ Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti af Illa farnir. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð. 26. febrúar 2015 15:00 Velti sleðanum og fór úr axlarlið Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið. 9. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. Þeir eru búnir að flakka víða um land og eru nú komnir á Austurland. Ferðalagið austur gengur vel en þeir koma meðal annars við hjá Douglas Dakota-vélinni á Sólheimasandi. Þar hitta þeir hóp ferðamanna frá Bandaríkjunum og reyna að fá þá með sér í partí. Brynjólfur lætur gamminn geysa en hnéskelin hrekkur úr lið þegar hann stekkur úr vélinni þannig að hann þarf að vera á hækjum allt ferðalagið. „Þetta kom reyndar ekki að sök. Helsta leynivopn Binna er nefninlega vélbyssukjafturinn á honum þannig að hann gat alveg skilað sínu þó hnéið væri í rúst,“ segir Davíð. Ferðinni er síðan heitið til Eskifjarðar þar sem Sævar í Randolfshúsi tekur á móti þeim með staupi af Brennivíni. Strákarnir vita ekki alveg hvaðan á þá stendur veðrið þegar Sævar sýnir þeim hundrað ára gamlar vistarverur og segir að þar eigi þeir að gista um kvöldið. „Það þýðir ekkert að væla, þið eru ekki í Reykjavík,“ segir hann í gríni. Strákarnir fara síðan í misheppnaða leit að hreindýrum, renna sér í Oddsskarði, og fá síðan fínasta bústað á Mjóeyri til að koma sér fyrir í. Þeir enda að sjálfsögðu þáttinn á því að rífa sig úr fötunum og fara í heita pottinn. Þetta þykir þeim ekki leiðinlegt, eins og áhorfendur Illa farnir eru eflaust farnir að átta sig á.Þetta er þrettándi þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta
Illa farnir Video-kassi-lfid Tengdar fréttir Illa farnir mættir á Austurland Enn halda Davíð og Arnar áfram að ferðast um landið. 22. apríl 2015 15:57 Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar Strákarnir í Illa farnir renna sér í púðrinu á Ísafirði og spreyta sig í keppni á gönguskíðum. 13. mars 2015 13:00 Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík „Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð. 19. mars 2015 18:45 Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“ Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti af Illa farnir. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð. 26. febrúar 2015 15:00 Velti sleðanum og fór úr axlarlið Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið. 9. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Illa farnir mættir á Austurland Enn halda Davíð og Arnar áfram að ferðast um landið. 22. apríl 2015 15:57
Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar Strákarnir í Illa farnir renna sér í púðrinu á Ísafirði og spreyta sig í keppni á gönguskíðum. 13. mars 2015 13:00
Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík „Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð. 19. mars 2015 18:45
Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“ Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti af Illa farnir. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð. 26. febrúar 2015 15:00
Velti sleðanum og fór úr axlarlið Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið. 9. febrúar 2015 10:30