Land Rover þarf að sætta sig við kínverska eftiröpun Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 14:40 Landwind X7 að ofan og Range Rover Evoque að neðan. Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent