Þarf stjórnarformaður Volkswagen að segja af sér? Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 11:04 Ferdinand Piech, stjórnarformaður Volkswagen. Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent
Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent