Fiat 124 Spider kemur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 09:20 Fiat 124 Spider. Það hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma að Fiat ætlar brátt að selja lítinn blæjubíl sem fá mun nafnið Fiat 124 Spider. Þessi snaggaralegi bíll mun sjá dagsljósið á þessu ári og verður líklega sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og á sýningunni LA Auto Show í desember. Bíllinn fer síðan í sölu á næsta ári. Það er mikil saga bak við þennan bíl, en Fiat framleiddi samskonar blæjubíl á árum áður. Þessi nýi Fiat 124 Spider er byggður á sama undirvagni og Mazda MX-5 Miata en yfirbyggingin verður allt öðruvísi. Upphaflega átti þessi bíll að bera merki Alfa Romeo, en Fiat ákvað svo að þessi bíll fengi Fiat merkið þar sem stefna Alfa Romeo væri að hanna og smíða alla bíla sína sjálfir og í eigin verksmiðjum. Þessi bíll verður smíðaður í sömu verksmiðju og Mazda MX-5 Miata er smíðaður og það í Japan. Ekki er ljóst hvaða vélbúnaður verður í boði í bílnum. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Það hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma að Fiat ætlar brátt að selja lítinn blæjubíl sem fá mun nafnið Fiat 124 Spider. Þessi snaggaralegi bíll mun sjá dagsljósið á þessu ári og verður líklega sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og á sýningunni LA Auto Show í desember. Bíllinn fer síðan í sölu á næsta ári. Það er mikil saga bak við þennan bíl, en Fiat framleiddi samskonar blæjubíl á árum áður. Þessi nýi Fiat 124 Spider er byggður á sama undirvagni og Mazda MX-5 Miata en yfirbyggingin verður allt öðruvísi. Upphaflega átti þessi bíll að bera merki Alfa Romeo, en Fiat ákvað svo að þessi bíll fengi Fiat merkið þar sem stefna Alfa Romeo væri að hanna og smíða alla bíla sína sjálfir og í eigin verksmiðjum. Þessi bíll verður smíðaður í sömu verksmiðju og Mazda MX-5 Miata er smíðaður og það í Japan. Ekki er ljóst hvaða vélbúnaður verður í boði í bílnum.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent