Fótbolti

Segir það kjaftæði að Guardiola sé að taka við City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola á hliðarlínunni í leik með Bayern Munchen.
Guardiola á hliðarlínunni í leik með Bayern Munchen. vísir/getty
Guillem Balague, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, segir að það sé algjört kjaftæði að Pep Guardiola muni yfirgefa Bayern Munchen í sumar til þess að taka við Manchester City.

Mikil umræða hefur verið um að Guardiola sé að taka við Englandsmeisturunum frá því í fyrra og beIN Sports tísti meðal annars að Guardiola og Manchester City hefðu náð samkomulagi. Balague telur þetta kjaftæði.

„Ég hef spurt bæði félögin og fylgdarlið þjálfaranna. Tveir af þremur sögðu sama orðið: kjaftæði,” sagði Balague í hálfleik á leik Barcelona og Real Sociedad þar sem hann var sérfræðingur.

„Það er ekkert í þessu - ekkert samkomulag, engar viðræður, ekkert að gerast.”

Manuel Pellegrini er í öðru sætinu með City, en getur misst það til Arsenal og jafnvel mögulega Manchester United, en City er þó öruggt í Meistaradeildina. Það datt út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og er Pellegrini sagður undir pressu.

Bayern Munchen hefur fatast flugið á undanförnum vikum. Liðið tapaði óvænt fyrir Augsburg á heimavelli í gær og fékk 3-0 skell gegn Barcelona í fyrri undanúrslitaleik liðanna í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×